24.5.2006 | 05:58
blindbylur og vökunætur.....
Jæja þá er þetta 5 vökunóttin mín frá því á aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Ekki er nú víst hægt að setja tappa í rollurnar á nóttunni. Þó að þess væri nú vinsamlegast óskandi..... Ekkert ömulegra en að vera ein vakandi með 400 rollum að horfa á rassana á þeim og athuga hvort ekki sé að skjótast út eitt lítið og saklaust lamb...... Svo þegar þarf að hjálpa þessum elskum..... Þá er nú engin hægðarleikur að vera einn... þurfa bæði að halda blessaðri rollunni og að reyna að toga lambið út.... EN þar sem maður er svo rosalega fjölhæfur þá tekst þetta nú alltaf einhvern vegin.....SVO er nú þetta ekki allt við eina fjölina fellt... þar sem að BLINDBYLUR setur strik í þennan annars fallega reikning. Ekki er eitt einasta lamb komið út fyrir hússins dyr hérna á heimilinu og búið að fylla alla króka og kima af þessum nú annars ágætu "bráðgáfuðu" dýrum. meira að segja hlaðan í hesthúsinu er orðin að gróðrastíu fyrir lambaspörð. Svo er það nú sem er verst í þessu með þennan blessaða blindbyl og það er nú þegar maður þarf að fara út í hann.... Ég sem er svo hrædd við að kuldaboli komi og bíti mig í rassinn að ég er dúðuð í KRAFTgalla með vatnshelda vetlinga og eyrnaband og í ullarsokkum með hettuna reimda alveg fyrir andlitið þannig að rétt sést í augun... svo tekur við vandamálið þegar maður kemur inn í fjárhús að klæða sig úr öllum þessum flíkum... það tekur nú bara tímana tvenna skal ég segja ykkur. Þannig að það liggur við að maður er rétt búinn að klæða sig úr fötunum þegar maður þarf að fara inn aftur til þess að fá sér í svanginn.....
Annars hefur þessi blessaði sauðburður nú bara gengið alveg ágætlega.... ekki nema tveir litlir sætir heimalningar sem heita þeim frumlegu nöfnum Prins og Prinsessa....
Já svo verður nú að minnast á það að ég náði öllum prófunum mínum ekkert smá sátt endaði með þrjár 9... (þetta getur maður já) svo var ég svo hrædd um að hafa fallið í þýskunni en mín náði henni nú bara og er þar með útskrifuð úr henni
Um bloggið
og þar fór þar
Tenglar
félagar
vinir og félagar
- Hildur "sveita"gella Hildur sæta
- Íris Dögg Íris Dögg
- Íris Hrönn sæta mín
- Bryndís Fanný listamaðurinn
- Erla Rut litli nördinn minn
- Elínin mín Elín Ósk
- Kristín verðandi DK fari Kristín MR-ingur
- bekkurinn minn besti bekkur í heimi
- Systa litla mín ástkæra systir
- Stína í Lúx Kristín sætabaun
- Strúna sæta litli Ameríkaninn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jájá...blablabla...ég myndi miklu frekar vilja vera í sauðburði heldur en nokkurntíman hér að læra undir próf!
Elín ósk (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.