5.6.2006 | 12:29
kvartanir
það eru svo margir búnir að kvarta yfir að geta ekki commentað á þessari síðu minni þannig ða ég ákvað að flytjast yfir á bloggar.is þannig að síðan þar er http:://www.hannamagg.bloggar.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2006 | 05:58
blindbylur og vökunætur.....
Jæja þá er þetta 5 vökunóttin mín frá því á aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Ekki er nú víst hægt að setja tappa í rollurnar á nóttunni. Þó að þess væri nú vinsamlegast óskandi..... Ekkert ömulegra en að vera ein vakandi með 400 rollum að horfa á rassana á þeim og athuga hvort ekki sé að skjótast út eitt lítið og saklaust lamb...... Svo þegar þarf að hjálpa þessum elskum..... Þá er nú engin hægðarleikur að vera einn... þurfa bæði að halda blessaðri rollunni og að reyna að toga lambið út.... EN þar sem maður er svo rosalega fjölhæfur þá tekst þetta nú alltaf einhvern vegin.....SVO er nú þetta ekki allt við eina fjölina fellt... þar sem að BLINDBYLUR setur strik í þennan annars fallega reikning. Ekki er eitt einasta lamb komið út fyrir hússins dyr hérna á heimilinu og búið að fylla alla króka og kima af þessum nú annars ágætu "bráðgáfuðu" dýrum. meira að segja hlaðan í hesthúsinu er orðin að gróðrastíu fyrir lambaspörð. Svo er það nú sem er verst í þessu með þennan blessaða blindbyl og það er nú þegar maður þarf að fara út í hann.... Ég sem er svo hrædd við að kuldaboli komi og bíti mig í rassinn að ég er dúðuð í KRAFTgalla með vatnshelda vetlinga og eyrnaband og í ullarsokkum með hettuna reimda alveg fyrir andlitið þannig að rétt sést í augun... svo tekur við vandamálið þegar maður kemur inn í fjárhús að klæða sig úr öllum þessum flíkum... það tekur nú bara tímana tvenna skal ég segja ykkur. Þannig að það liggur við að maður er rétt búinn að klæða sig úr fötunum þegar maður þarf að fara inn aftur til þess að fá sér í svanginn.....
Annars hefur þessi blessaði sauðburður nú bara gengið alveg ágætlega.... ekki nema tveir litlir sætir heimalningar sem heita þeim frumlegu nöfnum Prins og Prinsessa....
Já svo verður nú að minnast á það að ég náði öllum prófunum mínum ekkert smá sátt endaði með þrjár 9... (þetta getur maður já) svo var ég svo hrædd um að hafa fallið í þýskunni en mín náði henni nú bara og er þar með útskrifuð úr henni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2006 | 09:27
Sílikon??????
ég fór í gær að leita mér bæði að brjóstahaldar og svo að bikiníi fyrir sumarið og útskriftarferðina. Ákvað nú að skella mér í Smáralindina.... Hlyti að finna eitthvað þar. Þar sem það eru nú alveg ágætt úrval af verslunum sem selja bæði brjóstahaldara og bikiní. Jæja ég byrjaði að leita að brjóstahaldara og fór í Hagkaup... Jæja ég bað um aðstoð og það var einungis EINN brjóstarhaldari sem passaði á mig. Og hann var svona til þess að minnka brjóstin. Ég ákvað nú að máta hann.... en Shit hvað hann var ógeðslega kellingarlegur OG ég virkaði eins og 500kg þegar ég var í honum ekki sniðugt. Svo fór ég upp í Debenhams já okey ég er búin að kaupa tvenna brjóstarhaldara þar sem eru alveg eins bara í sitthvorum litnum.... NEINEI það voru ennþá bara til þessi tegund af brjóstahaldara sem ég passaði í sem voru ekki bara eins og amma kaupir...... hmmm þá kom upp pælingin hvort ég ætti ekki bara að kaupa mér þriðja svoleiðis haldarann en þá hugsaði ég mér að ég væri orðin einum of einhæf.... Þannig að ég ákvað að fara í change og skoða þar. Okey þar voru til slatti af höldurum EN bara einn sem ég fílaði að vera í þannig að sá haldari var keyptur og ekki hugsað meira um það..... En vá í allri Smáralindinni þá var einungis EINN brjóstahaldari sem ég passaði í í öllum þessum búðum sem ég fílaði (að vísu tveir ef hann telst með sem ég á 2 stykki af fyrir). Jæja þá var komin röðin að bikiníinu. Ég byrjaði aftur í Hagkaup neinei þá var það stærsta sem þau áttu D og það er ekki FRÆÐILEGUR möguleiki að ég komist í D skál þannig að ég þakkaði bara pent fyrir og labbaði út. Jæja ákvað að kíkja inn í Vero Moda þau voru víst farin að selja bikiní.... Þar var stærsta stærðin 10 eða eitthvað álíka ákvað að vera ekkert að kíkja meira á það í bili..... Og skellti mér upp í Intersport.... Eina sem passaði þar var einhver ömmusundbolur... JÁ NEI TAKK.... kanski hefði virkað heima í sveit í ánni en ekki þegar maður er að fara til sólarlanda í útskriftarferð.... Rölti yfir í Útilíf..... Já okey byrjaði að skoða og fann 2 eða 3 sem ég hefði mögulega passað í (alllir af sömu gerð bara mismunandi litir) síðan leit ég á verðmiðann 15.000kr takk fyrir takk..... Nei þá var þetta eftir einhvern svaka frægan hönnuð..... EKKI SÉNS að ég sé að fara að eyða 15.000kr í bikiní sem ég á eftir að nota í sumar í svona mesta lagi 3 vikur og svo liggur það ofan í skúffu þangað til næsta sumar og þá notað kanski í 2-3 vikur. Þá ákvað ég nú bara að fara að láta sérsauma á mig bikiní sem ég veit að mun PASSA á mig og þá meina ég smellpassa og ég mun fíla.....
Ég mun aldrei skilja stelpur sem fá sér sílikon til þess að vera með einhver Hjúmangos brjóst. Ég skil það ef að stelpur eru hálflatbrjósta og vilja fá einhver en þær sem eru með B-C skálar og láta stækka allt upp í E eða jafnvel F ég veit að ég er að drepast í bakinu allan daginn og myndi gera allt til þess að vera með minni brjóst. Enda mun ég fara og láta minnka þau um leið og ég er búin að eignast mín börn.
EN út í allt aðra sálma..... Ég er að fara út til DK núna 28.júní..... til 3. júli...... Já ég veit að það er Landsmót hestamanna... EN ég er að fara að gera miklu skemmtilegra Ég er að fara að sýna glímu.... Sem er náttlega flottasta íþrótt í heimi
Erum að fara að vera með sýningar á danska landsmótinu.... geggjað spennó... hehe...
En þangað til seinna......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2006 | 13:24
Einungis vika í að ég fari heim;)
það er ekki nema vika að ég kemst heim í sveitasæluna og í sauðburð..... Sólahringurinn fer á svo mikið flakka alltaf á þessum tíma.... alveg ótrúlegt maður þarf nefnilega að vaka aðrahverja nótt...(skiptumst á systurnar) svo greyið rollurnar þurfi ekki að vera einar að bera hehe.... neinei grin... það yrði bara hræðilegt ef að enginn væri að vaka á nóttunni og svo kæmi maður niðrí fjárhús daginn eftir og bara úpps kanski 10 rollur búnar að bera í einni krónni og lömbin öll í vitleysu... maður veit ekkert hver á hvaða lamb... þá er maður í MJÖG VONDUM málum....
En einungis 3 próf eftir vúhú..... eitt á föst og svo á mán og mið.... Verð búin að pakka öllu í bílinn á miðmorgun og legg af stað um leið og ég er búin að skrifa síðasta stafinn í prófinu..... duddurudu.......
Einungis 85 dagar í að ég fari út til Mallorca í útskriftarferð..... ég hlakka svo til að fara út... þetta verður geggjað að vera með 140 Kvennskælingum þarna úti.... get ekki beðið.......
Það eru líka bara 59 dagar í ættarmótið... eg hlakka líka til að mæta á það.... Er í svo léttgeggjaðri fjölskyldu.... Alltaf líf og fjör í kringum hana......en já svona er nú það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2006 | 15:20
Sólbrennd

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2006 | 17:12
smá mynd

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2006 | 13:48
sjaldan verið svona dugleg að læra
vá ég hef bara sjaldan verið svona dugleg að læra ég rúllaði upp sálfræðiprófinu í dag...... og ég verð sko ekki sátt ef ég að fæ undir 9 í lokaeinkunn.... þar sem mín er búin að vera SVO dugleg að mæta og skila verkefnum og fá hátt í prófum.......
EN mútta var að kaupa sér nýjan húsbíl..... ekkert smá flottur.... Og ég ætlaði að vera sniðug og panta strax gistingu í honum á ættarmótinu..... En NEINEI þá má ég bara ekkert gista í honum því að mamma segir að ég eigi að gista í tjaldi með Jónasi og Steinunni..... úff hvernig á það eftir að vera ég pant sofa á milli svo það fari allt siðsamlega fram......... En ef ég vill ekki sofa hjá þeim þá má ég sofa á milli strákanna hans Péturs í öðru tjaldi..... En ef ég sef þar þá lendi ég örugglega í því að mér verði sparkað út úr tjaldinu um miðja nótt...... því að þeir eru svolítið mikið á iði þegar þeir sofa...... Þannig að ég held barasta að ég verði að sofa ein í tjaldi
bíður sig einhver fram að koma með mér og lúlla með mér
Hvað eiginlega málið með þessar löggur núna.... ég bara spyr..... Sko ég fór norður fyrstu helgina í apríl og sá enga löggu hvoruga leiðina og ég fór allaleiðina á AK..... (Ég tek ekki með löggubílana sem voru inn á lögguplaninu og gerðu mér ekkert smá bilt við) og svo fór ég aftur norður helgina eftir það og var alla páskana þá sá ég heldur enga löggu sama hvað ég leitaði
..... Ekki einu sinni fyrir utan ballið.... fólk sagði að ég væri blind...... en ég var bara ekkert að horfa í þá áttina heldur hina.... Svo núna síðustu svona ca 3-4 daga hef ég ekki gert annað en að mæta löggunni..... held að ég sé búin að mæta svona já að lágmarki 20 löggubílum c.a. 5 á dag.... Hvað er málið með það..... Þeir eru ekkert á ferðinni á þeim dögum sem mest er um að vera en svo þegar ekkert sérstakt er í gangi þá mæti ég þeim alveg í villivekk..... (orð sem mamma notar voða oft)
En já svona er þetta nú víst...... ætla að reyna að fara að reyna eitthvað að læra undir náttúrufræði sem er einmitt næsta próf hjá mér
gengur ekkert alltof vel í því......en það bætist út því um helgina... verð orðin meistari í því.... jæja er farin að bulla svolítið mikið..... læt þetta vera þangað til næst..... cya
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2006 | 16:24
Vinna, vinna, vinna
það er svo þægilegt að geta verið í vinnunni að fá borgað og geta verið að læra á sama tíma.... þetta er draumavinna fyrir skólafólk.... synd að ég skyldi ekki hafa fundið þessa vinnu fyrr... En jæja seint er betra en aldrei ég hugsa bara gott til glóðarinnar fyrir næsta vetur.......
En jæja þá eru prófin að byrja. Fyrsta prófið búið 5 eftir. Samt á ég einn kennsludag eftir. Ákváðum að vera svo sniðug að taka Fjölmiðlafræðiprófið fyrir prófatörnina, semsagt bara í síðasta tímanum. Mjög hentugt........
Einungis 15 dagar í að ég fari norður dúdúrúdúdú.....
Nú er glíman komin í sumarfrí... er ekki sátt með það því þetta er svo gaman...... Ég verð bara dugleg að æfa mig á Stínu litlu og systu í sumar
kem svo fílefld til baka.... Mér tókst nefnilega að plata Stínu litlu á staffadjamminu um daginn..... Hún er núna búin að lofa mér að koma með mér á hverjum degi í sumar í ræktina og ef við förum ekki í hana þá förum við út að hlaupa saman..... HEHEH og hún skal sko fá að standa við þetta.....
En jæja best að fara að nýta tímann til þess að fá borgað fyrir að læra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.5.2006 | 12:26
Jæja
já þá er nýtt blogg komið og ég að verða búin að læra á þetta allt er svo dugleg, þá er bara fyrir ykkur að vera dugleg að commenta
Á reyndar að vera að læra undir próf en. Það reddast eins og allt En svo styttist í að maður fari að komast heim í sveit og ég get svo sannarlega ekki beðið..... újé það verður svo æðislegt að komast þangað.
Ég var á þingi ÍSÍ núna um helgina og það var miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Svo var lokahóf og kveðjuhóf fyrir Ellert B Schram og það var bara æðislega gaman. dansaði fullt.......
En jæja best að fara að koma sér í það að læra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2006 | 12:09
Myndatékk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
og þar fór þar
Tenglar
félagar
vinir og félagar
- Hildur "sveita"gella Hildur sæta
- Íris Dögg Íris Dögg
- Íris Hrönn sæta mín
- Bryndís Fanný listamaðurinn
- Erla Rut litli nördinn minn
- Elínin mín Elín Ósk
- Kristín verðandi DK fari Kristín MR-ingur
- bekkurinn minn besti bekkur í heimi
- Systa litla mín ástkæra systir
- Stína í Lúx Kristín sætabaun
- Strúna sæta litli Ameríkaninn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar